Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í bankanum Old National Bank í borginni Louisville í Kentucky-ríki í dag hét Connor Sturgeon. Hann var 23 ára og starfaði í umræddum banka.
Sturgeon lét lífið af byssuskotum lögreglu. Hann var í beinu streymi á meðan hann framdi árásina.
CNN greinir frá.
Lögreglan í Louisville hefur birt nöfn þeirra fjögurra sem létu lífið í árásinni. Þau eru á aldrinum 40-65 ára.
ACTIVE SHOOTER UPDATE:
— LMPD (@LMPD) April 10, 2023
The people who lost their lives today:
- Joshua Barrick, 40
- Thomas Elliot, 63
- Juliana Farmer, 45
- James Tutt, 64 pic.twitter.com/CRtJedvp4x
Tveir lögreglumenn særðust í árásinni. Einn þeirra er alvarlega særður. Lögreglan hefur birt nafn hans og mynd af honum.
Um er að ræða hinn 26 ára Nickolas Wilt sem hafði útskrifast úr lögregluskóla 31. mars síðastliðinn.
Officer Nickolas Wilt, a new officer to the LMPD, ran towards the gunfire today to save lives. He remains in critical condition after being shot in the head. pic.twitter.com/yPNZBfAl7I
— LMPD (@LMPD) April 10, 2023