Bann við lyfinu valdi konum alvarlegum skaða

Kona skoðar upplýsingar um lyfið mifepristone á símanum sínum.
Kona skoðar upplýsingar um lyfið mifepristone á símanum sínum. AFP/Olivier Douliery

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið hvatti áfrýj­un­ar­dóm­stól í dag til að frysta úr­sk­urð al­rík­is­dóm­ara í Texas um að banna þung­un­ar­rofs­lyf. Ráðuneytið hef­ur áfrýjað niður­stöðunni.

Dóm­ar­inn Matt­hew Kacs­maryk, sem Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, skipaði á sín­um tíma, ógilti á föstu­dag tveggja ára­tuga gam­alt samþykki banda­ríska mat­væla- og lyfja­eft­ir­lits­ins á lyf­inu mifeprist­one.

Lyfið er notað fyr­ir meira en helm­ing þeirra þung­un­ar­rofa sem fram­kvæmd eru ár­lega í Banda­ríkj­un­um. Bú­ist er við því að málið fari fyr­ir hæsta­rétt lands­ins.

Stofni heilsu kvenna í hættu

Í um­sókn dóms­málaráðuneyt­is­ins kem­ur fram að úr­sk­urður­inn myndi skaða kon­ur al­var­lega ef hann tæki gildi. Fundið verði fyr­ir skaðanum um allt land í ljósi þess að mifeprist­one hef­ur verið lög­lega notað í hverju ríki.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hét því í síðustu viku að berj­ast gegn úr­sk­urðinum og sagði hann vera for­dæma­laust skref í þá átt að svipta kon­ur frelsi og stofna heilsu þeirra í hættu.

Skömmu eft­ir að dóm­ar­inn í Texas gaf út ákvörðun sína úr­sk­urðaði dóm­ari í Washingt­on-ríki í öðru máli að varðveita þyrfti aðgang að mifeprist­one. Dóm­ar­inn, Thom­as Rice, taldi að lyfið væri bæði ör­uggt og lög­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka