Joe Biden Bandaríkjaforseti kallar eftir því að Repúblikanar á bandaríska þinginu beiti sér fyrir hertri byssulöggjöf. Forsetinn hefur áður kallað eftir aðgerðum þingsins.
Fréttastofa ABC greinir frá því að árásin í bandarísku borginni Louisville í Kentucky-ríki í dag sé 146. skotárásin í Bandaríkjunum í ár.
Biden tjáði sig um árásina á Twitter. Í tísti sínu segir hann of marga Bandaríkjamenn þurfa að gjalda fyrir aðgerðaleysi þingsins með lífi sínu.
Once again, our nation mourns after a senseless act of gun violence – Jill and I pray for the lives lost and impacted by today's shooting.
— President Biden (@POTUS) April 10, 2023
Too many Americans are paying for the price of inaction with their lives.
When will Republicans in Congress act to protect our communities?