Biden kallar eftir aðgerðum

Biden vill sjá aðgerðir.
Biden vill sjá aðgerðir. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallar eftir því að Repúblikanar á bandaríska þinginu beiti sér fyrir hertri byssulöggjöf. Forsetinn hefur áður kallað eftir aðgerðum þingsins.

Fréttastofa ABC greinir frá því að árásin í banda­rísku borg­inni Lou­is­ville í Kentucky-ríki í dag sé 146. skotárásin í Bandaríkjunum í ár.

Biden tjáði sig um árásina á Twitter. Í tísti sínu segir hann of marga Bandaríkjamenn þurfa að gjalda fyrir aðgerðaleysi þingsins með lífi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert