Fannst látin í líkamsrækt

Norska lögreglan rannsakar málið.
Norska lögreglan rannsakar málið. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Kona fannst látin í líkamsræktarstöð í sveitarfélaginu Hadsel í Noregi í dag. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Rekstrarstjóri líkamsræktarstöðvarinnar segir að stöðinni hafi borist tilkynning um andlátið klukkan hálf ellefu í morgun.

Norski fréttamiðillinn Bladet Vesterålen greinir frá.

Lögreglan rannsakar nú málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert