Fimm fundist látnir eftir snjóflóðið

Fimmta manneskjan hefur fundist látin og einnar er saknað eftir snjóflóð skammt frá Mont Blanc í suðausturhluta Frakklands.

Snjóflóðið, sem er eitt það mannskæðasta í landinu í áraraðir, varð í jöklinum Armancette í Ölpunum í gær. Tveir fjallaleiðsögumenn voru á meðal þeirra sem fórust, en um fimmtán manns voru á svæðinu.

Eftir að fjögur lík höfðu fundist í gær greindi saksóknarinn Karline Bouissett frá því að lík 39 ára konu hefði fundist og að sjöttu manneskjunnar væri saknað.

Einn slasaðist minniháttar í snjóflóðinu og átta til viðbótar sem lentu í flóðinu sluppu ómeiddir.

Aðstæður til skíðaiðkunar höfðu verið góðar á páskadag áður en snjóflóðið féll, að sögn Francois Barbier, bæjarstjóra í Contamines-Montjoie.

„Ég held að þetta sé mannskæðasta snjóflóðið á þessu tímabili.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert