21 árs gamall Norðmaður lét lífið þegar þrítugur maður í Steinkjer í Noregi ók vörubifreið upp á gangstétt og á þrjá vegfarendur í gær. Hinn látni hét Sigve Bremset.
Hinir tveir vegfarendurnir hlutu ekki alvarleg meiðsl.
Hinn látni hét Sigve Bremset. Kvöldið sem hann lést hafði hann verið á tónleikum með vinum sínum. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Sigve er honum lýst sem miklum íþróttamanni. Einnig segir að hann hafi verið vinamargur.
Norska ríkisútvarpið greinir frá.
Lögregla um allan Noreg fékk í gær skipun um að bera skotvopn eftir að þrítugur maður í Steinkjer í Þrændalögum ók vörubifreið upp á gangstétt og á þrjá vegfarendur þar á þriðja tímanum aðfaranótt páskadags.
Lögregla brást skjótt við og lokaði Kongens gate í Steinkjer þar sem atburðurinn átti sér stað. Var ökumaðurinn handtekinn skammt frá vettvangi og liggur nú formlega undir grun um manndráp af gáleysi eins og venjan er þegar ekið er á manneskju með banvænum afleiðingum.