Hinn látni 21 árs Norðmaður

Hinn látni hét Sigve Bremset.
Hinn látni hét Sigve Bremset.

21 árs gamall Norðmaður lét lífið þegar þrítug­ur maður í Steinkjer í Noregi ók vöru­bif­reið upp á gang­stétt og á þrjá veg­far­end­ur í gær. Hinn látni hét Sigve Bremset.

Hinir tveir vegfarendurnir hlutu ekki alvarleg meiðsl.

Hinn látni hét Sigve Bremset. Kvöldið sem hann lést hafði hann verið á tónleikum með vinum sínum. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Sigve er honum lýst sem miklum íþróttamanni. Einnig segir að hann hafi verið vinamargur.

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Fyrirskipað að vopnbúast

Lög­regla um all­an Nor­eg fékk í gær skip­un um að bera skot­vopn eft­ir að þrítug­ur maður í Steinkjer í Þrænda­lög­um ók vöru­bif­reið upp á gang­stétt og á þrjá veg­far­end­ur þar á þriðja tím­an­um aðfaranótt páskadags.

Lög­regla brást skjótt við og lokaði Kongens gate í Steinkjer þar sem at­b­urður­inn átti sér stað. Var ökumaður­inn hand­tek­inn skammt frá vett­vangi og ligg­ur nú form­lega und­ir grun um mann­dráp af gá­leysi eins og venj­an er þegar ekið er á mann­eskju með ban­væn­um af­leiðing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert