Rússar skutu næstum niður breska flugvél

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. AFP/Justin Tallis

Rússnesk herþota skaut næstum því niður breska eftirlitsflugvél á síðasta ári ef marka má skjöl frá bandaríska hernum sem virðist hafa verið lekið á netið.

Atvikið er mun alvarlegra en áður hafði verið greint frá og hefði það getað dregið Bandaríkin og samherja þeirra í NATO beint inn í Úkraínustríðið, að sögn The Washington Post. 

Atvikið átti sér stað 29. september undan ströndum Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi breska þinginu frá því í október að tvær rússneskar herþotur hefðu komið auga á bresku flugvélina í alþjóðlegri lofthelgi yfir Svartahafi og flogið „kæruleysislega“ nálægt henni. Önnur þeirra hefði verið komin í innan við 15 feta, eða um 4,5 metra, fjarlægð frá bresku vélinni.

Wallace sagði aðra vélina hafa „sleppt lausu flugskeyti“ úr fjarlægð og minntist hann ekkert á að það hefði verið nálægt því að hitta flugvélina. Lýsti hann skoti flugskeytisins sem „tæknilegri bilun“ og að hann hefði rætt við háttsetta rússneska embættismenn í varnarmálum um það sem gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert