Tvö lík hafa fundist í rústum íbúðarblokkar sem hrundi í frönsku borginni Marseille eftir mikla sprengingu seint á laugardagskvöld.
Björgunarsveitir reyna að finna að minnsta kosti sex manns sem er saknað.
Meira en sólarhring eftir að fjögurra hæða byggingin sprakk, þar sem íbúðar sögðust hafa fundið sterka gaslykt, eru tugir slökkviliðsmanna enn að berjast við að ráða niðurlögum elds sem hefur hamlað björgunaraðgerðum á svæðinu.
Borgarstjóri Marseille segir björgunarsveitir enn vonast til að finna fólk á lífi í rústunum.
„Vonin er enn til staðar. Svo lengi sem staðan er þannig munum við ekki hætta,“ sagði Benoit Payan borgarstjóri, á vettvangi.
Talið er að ein íbúð hafi verið á hverri hæð hússins.