Eldgos hafið í austurhluta Rússlands

Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima. Mynd úr …
Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima. Mynd úr safni. AFP/Natalía Kolensíkóva

Shiveluch, eitt af stærstu og varasömustu eldfjöllum Kamt­sjaka-skaga í aust­ur­hluta Rúss­lands, hóf að gjósa í nótt. Eldgosið hófst laust eftir miðnætti að staðartíma.

Stórt öskuský liggur frá eldfjallinu og yfir Kamtsjaka-skagann. Hefur rauð viðvörun vegna flugumferðar verið gefin út. Gæti eldgosið haft áhrif á alþjóðlegt flug.

Íbúum í grennd við eldfjallið hefur verið ráðlagt að halda sig heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert