Segja kínversk herskip og loftför enn á svæðinu

Kínverskt strandgæsluskip á siglingu norðaustur af Pingtan-eyju.
Kínverskt strandgæsluskip á siglingu norðaustur af Pingtan-eyju. AFP/Greg Baker

Varnarmálaráðuneyti Taívan kveðst hafa orðið vart við níu kínversk herskip og 26 loftför í grennd við eyjuna í morgun, degi eftir að kínverski herinn sagðist hafa lokið heræfingum á svæðinu. 

Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Taívan sást til herskipanna um klukkan 11 í morgun að staðartíma.

Æfingarnar aðvörun

Æfingar kínverska hersins voru haldnar í kjölfar þess að forseti Taívans fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Kínversk stjórnvöld fordæmdu fundinn og má líta á æfingarnar sem aðvörun til ríkisstjórnar Taívan.

Rússnesk stjórnvöld hafa stutt við Kína og sagt fund Taívan og Bandaríkjanna vera „ögrandi athæfi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert