Yfirvöld í Japan fyrirskipuðu íbúum á eyjunni Hokkaido, nyrstu eyju japanska eyjaklasans, að leita skjóls seint í kvöld að íslenskum tíma.
Búist var við að eldflaug frá Norður-Kóreu myndi þá lenda á eða við eyjuna innan nokkurra mínútna.
„Rýmið undir eins. Rýmið undir eins,“ sagði í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, þar sem íbúum var einnig sagt að leita skjóls í byggingum eða neðanjarðar.
Uppfært:
Japanska landhelgisgæslan segir eldflaugina nú hafa hafnað í hafinu undan ströndum landsins.
Klukkan var um 8 að morgni að staðartíma í Japan, eða um 23 að kvöldi hér á Íslandi, þegar viðvörunin var send út.
Upptökur af loftvarnaflautum á eyjunni tóku í kjölfarið að berast.
Air Raid Sirens in Hokkaido due to the North Korean Ballistic Missile. pic.twitter.com/DtDV3PO2Jn
— OSINTdefender (@sentdefender) April 12, 2023
ミサイル怖い pic.twitter.com/g4gOiRFdEf
— かーくる🚘廃車王釧路店🚗 (@kushiroauto) April 12, 2023