Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að styðja þjóðina við að byggja landið upp að nýju.
„Með því að endurbyggja það sem hefur verið eyðilagt sigrum við helsta markmið ógnarinnar: Við hefjum aftur eðlilegt líf,“ sagði Selenskí í ávarpi í gegnum fjarskiptabúnað í hringborðsumræðum sem fóru fram í borginni Washington í Bandaríkjunum.
Hringborðsumræðurnar voru haldnar eftir að Alþjóðabankinn tilkynnti um 200 milljóna dollara styrk, eða um 27 milljarða króna, til Úkraínu til enduruppbyggingar á orkuinnviðum sem hafa skemmst illa í árásum Rússa á landið.