Bolsonaro þarf að svara spurningum lögreglu

Bolsonaro er fyrrverandi forseti Brasilíu.
Bolsonaro er fyrrverandi forseti Brasilíu. AFP/Handout/Frjálslyndi flokkurinn í Brasilíu

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, mun þurfa að sæta yfirheyrslu af lögreglu vegna innrásar stuðningsmanna hans í þing­hús Bras­il­íu, Hæsta­rétt Bras­il­íu og for­seta­höll lands­ins í janúar.

Hæstiréttur Brasilíu komst að þessari niðurstöðu í dag.

Mótmæltu embættistöku Lula

Bolsonaro mun þurfa að svara fyrir þær ásakanir að hann hafi hvatt stuðningsmenn sína til óreiðanna.

Stuðningsmenn hans ruddust inn í umræddar byggingar þann 8. janúar til að mót­mæla embættis­töku Luiz Inacio Lula da Silva, sem Bolsonaro tapaði forsetakosningum fyrir. Lula tók við embætti 1. janúar.

Bol­son­aro flúði til Banda­ríkj­anna tveim­ur dög­um áður en Lula tók við for­seta­embætti Bras­il­íu. Hann snéri þó aftur til Brasilíu í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka