Eldhúsborð á heimili Jack Teixeira varð til þess að hann var handtekinn fyrir að leka bandarískum leynigönum.
New York Times greinir frá því að myndir sem Teixeira tók af leynigögnunum voru teknar á eldhúsborði á heimili fjölskyldu hans.
Hægt var að tengja mynstrið á granít borðplötu eldhússins við fyrri ljósmyndir sem ættingjar hans deildu á samfélagsmiðlum.
Teixeira er 21 ára gamall og hefur starfað fyrir njósnadeild þjóðvarðliðsins í Massachusetts.
Skjölin, sem Teixeira deildi í lokuðum spjallhóp á samfélagsmiðlinum Discord, varpa ljósi á það hvernig Bandaríkjamenn hafa njósnað um bandamenn og fjallað um skuggalegar sviðsmyndir í sambandi við stríðið í Úkraínu.
Í spjallhópnum voru um 20-30 manns, að mestu ungir karlmenn og táningar, sem deildu ást sinni á skotvopnum, rasísku jarmi (e. meme) og tölvuleikjum.
Bandaríska alríkislögreglan handtók Teixeira í bænum North Dighton í Massachusetts, tæplega 60 kílómetra suður af Boston í gær.