Hæstiréttur frystir bannið við þungunarrofslyfinu

Banninu hefur verið mótmælt.
Banninu hefur verið mótmælt. AFP/Oliver Douliery

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fryst úr­sk­urð al­rík­is­dóm­ara í Texas um að banna þung­un­ar­rofs­lyfið mifepristone.

Úrskurðurinn átti að taka gildi á morgun en hefur gildistöku hans nú verið frestað til miðvikudagsins 19. apríl.

BBC greinir frá.

Hæstiréttur hugsar sig um

Eftir að úrskurðurinn í Texas var kveðinn upp í síðustu viku bað dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hæstarétt um að loka fyrir það að dómstólar á lægra stigi gætu bannað eða takmarkað aðgang að lyfinu.

Umrætt þungunarrofslyf er notað fyr­ir meira en helm­ing þeirra þung­un­ar­rofa sem fram­kvæmd eru ár­lega í Banda­ríkj­un­um. Þessi ráðstöfun, að frysta úrskurðinn, tryggir að lyfið verði áfram fáanlegt á meðan hæstaréttardómurum gefst frekari tími til að ígrunda málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert