Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fryst úrskurð alríkisdómara í Texas um að banna þungunarrofslyfið mifepristone.
Úrskurðurinn átti að taka gildi á morgun en hefur gildistöku hans nú verið frestað til miðvikudagsins 19. apríl.
BBC greinir frá.
Eftir að úrskurðurinn í Texas var kveðinn upp í síðustu viku bað dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hæstarétt um að loka fyrir það að dómstólar á lægra stigi gætu bannað eða takmarkað aðgang að lyfinu.
Umrætt þungunarrofslyf er notað fyrir meira en helming þeirra þungunarrofa sem framkvæmd eru árlega í Bandaríkjunum. Þessi ráðstöfun, að frysta úrskurðinn, tryggir að lyfið verði áfram fáanlegt á meðan hæstaréttardómurum gefst frekari tími til að ígrunda málið.