Leiðtogi finnska Samstöðuflokksins sem sigraði í nýliðnum kosningum í Finnlandi hefur hlotið stjórnarmyndunarumboð.
Greint er frá því að Orpo hafi, til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um stjórnarmyndun, sent öllum flokkum spurningalista til þess að meta mætti hversu vel flokkarnir pössuðu saman í ákveðnum málaflokkum.
Hann vonast til þess að vera búinn að ákveða fyrir fyrsta maí næstkomandi hvaða flokkar muni fara í samstarf. Þá sagði hann aðalmálið vera að tryggja Finnland sem velferðarríki.
„Að mínu mati byggist það á hraustu hagkerfi og vaxandi hagkerfi,“ sagði Orpo.
Í kjölfar kosninganna tilkynnti Sanna Marin, núverandi forsætisráðherra Finnlands að hún myndi ekki sækjast eftir því að gegna áfram formennsku hjá flokk sínum, jafnaðarmannaflokknum.