Fangi „étinn lifandi“ af veggjalúsum

Fangaklefi. Mynd úr safni.
Fangaklefi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Michael D. Harper, lögmaður fjölskyldu fanga í fangelsi í borginni Atlanta í Bandaríkjunum, segir fangann hafa verið étinn lifandi af veggjalúsum (e. bed bugs) og öðrum skordýrum. Fanginn sem hét Lashawn Thompson lést í fangaklefa sínum nítjánda september á síðasta ári.

BBC greinir frá þessu.Thompson var handtekinn fyrir brot gegn lögum og vistaður á geðdeild fangelsi Fulton-sýslu eftir að matsmenn dómstólsins í Atlanta komust að þeirri niðurstöðu að hann væri andlega veikur. Hann lést þremur mánuðum eftir handtökuna.

Líkið þakið pöddum

Ljósmyndir sem Harper opinberaði sýna hvernig lík Thompsons var þakið pöddum. Að sögn Harpers mun málið vera rannsakað sem sakamál og hyggst hann kæra stofnunina.

„Thompson fannst látinn í skítugum fangaklefa eftir að það var búið að éta hann lifandi af skordýrum og veggjalúsum. Klefinn sem Thompson var vistaður í var hefði ekki hæft sjúkri skepnu. Hann átti þetta ekki skilið,“ sagði Harper í yfirlýsingu.

Harper segir að gögn frá fangelsinu sýni fram á að fangaverðir og heilbrigðisstarfsfólk í fangelsinu hafi tekið eftir því að heilsu Thompson færi hrakandi en ekkert aðhafst.

Veggjalýs sjúga blóð úr fólki, en þær leynast oft í …
Veggjalýs sjúga blóð úr fólki, en þær leynast oft í dýnum og eru kallaðar bed bugs á enskri tungu. Ljósmynd/ louento.pix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert