Handtekinn fyrir að selja trúnaðarupplýsingar

55 ára maður í Ástralíu hefur verið handtekinn í ríkinu New South Wales í norðanverðu landinu fyrir að selja trúnaðarupplýsingar til erlendra aðila. Frá þessu greinir ástralski fréttamiðillinn ABC News.

Talið er að maðurinn hafi safnað gögnum fyrir aðila í erlendri leyniþjónustu. Í þeim gögnum sem hann veitti eru viðkvæmar upplýsingar um varnarmál, ríkisfjármál og þjóðaröryggismál.

Verði maðurinn fundinn sekur í málinu bíður hans 15 ára fangelsisvist en hann verður færður fyrir dómara í dag, laugardag. 

Að sögn Krissy Barret aðstoðarlögreglustjóra áströlsku lögreglunnar, hafði maðurinn nokkrum sinnum farið á mót tveggja einstaklinga sem hann þekkti undir nöfnunum „Ken“ og „Evelyn“. Þau hafi boðið manninum fjárupphæð fyrir trúnaðargögn.

Barret telur líklegt að aðilar hafi reynt að hafa samband við fleiri í landinu og hún biðlar til allra sem kannast við aðilana að hafa samband við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert