Minnst 12 látnir eftir átök innan múra fangelsisins

Her Ekvador náði aftur stjórn á fangelsinu í nótt.
Her Ekvador náði aftur stjórn á fangelsinu í nótt. AFP

Að minnsta kosti tólf fangar eru látnir eftir að átök brutust út í fangelsi í hafnarborginni Guayaquill í Ekvador á föstudaginn. Mismunandi glæpasamtök berjast hvert gegn öðru innan veggja fangelsa Ekvador um völd á fíkniefnamarkaðnum.

Síðustu viku hefur ofbeldi í fangelsum landsins stigmagnast en á miðvikudaginn fundust sex fangar látnir í sama fangelsi en þeir höfðu verið hengdir. Næsta dag voru þrír fangaverðir drepnir fyrir utan veggi fangelsisins og á föstudaginn særðust þrír fangar eftir skotárás.

Rannsókn stendur nú yfir í fangelsinu og er allt kapp lagt á að komast að því hvaða hópur sé ábyrgur fyrir morðunum. 

Síðan í febrúar 2021 hafa átta fjöldamorð átt sér stað innan veggja fangelsa ríkisins en meira en 400 fangar hafa verið ráðnir af dögunum í átökunum. Í september létust 120 fangar átökum sem brutust út í Guayas 1 fangelsinu. Flestir sem hafa verið drepnir voru aflimaðir og brenndir.

Lögregla á svæðinu með hjálp her Ekvador náðu stjórn á fangelsinu í nótt en 6.800 fangar eru vistaðir í fangelsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert