Minnst 30 látnir og 400 særðir eftir átök í Súdan

Íbúar Kart­úm, höfuðborg­ar Súd­an, vöknuðu upp við sprengju­hríð í morg­un. …
Íbúar Kart­úm, höfuðborg­ar Súd­an, vöknuðu upp við sprengju­hríð í morg­un. Reykur safnast upp víðs vegar yfir borginni. AFP

Að minnsta kosti 30 eru látnir og 400 særðir eftir átök dagsins í höfuðborg Súdan samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.

Dagblað The New York Times greinir frá þessu.

Eins og áður var greint frá hefur harðnað í deilum á milli her landsins og sveit vígamanna en svo virðist sem að sveitir vígamanna hafi gert tilraun til valdaráns í höfuðborginni Kartúm í Súdan. Þeir sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag um að þinghús landsins væri nú á þeirra valdi.

Barist víðs vegar

Átökin brutust út í morgun þegar að súdanski herinn gerði árás úr lofti á stöðvar vígamanna í borginni. Síðan þá hafa átökin dreift úr sér og hefur verið barist við forsetahöllina, alþjóðlegan flugvöll í borginni og höfuðstöðvar ríkisfjölmiðils Súdan. 

Íbúar í borginni hafa leitað sér skjóls þar sem það er að finna en á meðan fljúga herþotur með tilheyrandi látum yfir borginni ótt og títt. Enn er óvíst hver hefur vald yfir borginni en ekki sér fyrir endann á átökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert