Náði á tindinn án súrefniskúts

Sajid Sadpara, sonur Muhammad Ali Sadpara, eins mannana sem lést …
Sajid Sadpara, sonur Muhammad Ali Sadpara, eins mannana sem lést ásamt John Snorra á K2 fjallinu. mynd/Twitter

Fjallagarpurinn Sajid Ali Sadpara náði í dag á tind Annapurna fjallsins í Nepal án þess að notast við súrefniskút. Sajid var með í örlagaríkri för Johns Snorra Sigurjónssonar, ásamt föður sínum Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr upp á tind K2 fjallsins árið 2021.

Sajid sneri við í þeirri ferð, vegna veikinda, skammt frá toppi K2. Hinir héldu aftur á móti áfram upp á tindinn, og létu allir lífið á leið sinni niður af tindinum.  

Sama ár hélt Sajid aftur upp á tind K2 til að leita að líki föður síns. Sú leit bar árangur, en hann gróf lík föður síns í snjónum einn síns liðs og fór með bænir yfir grafarreitnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert