Fjallagarpurinn Sajid Ali Sadpara náði í dag á tind Annapurna fjallsins í Nepal án þess að notast við súrefniskút. Sajid var með í örlagaríkri för Johns Snorra Sigurjónssonar, ásamt föður sínum Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr upp á tind K2 fjallsins árið 2021.
15 April 2023
— Chhang Dawa Sherpa (@ChhangDawa) April 15, 2023
• Wake up Pakistan 🇵🇰!!!
•Sajid Ali Sadpara, a son of legend Ali Sadpara successful reached to the top of Mt. Annapurna this afternoon, unsupported and without using supplementary O2, as a part of @sst8848 Annapurna Exped.
• Congratulations @sajid_sadpara pic.twitter.com/9i4xOFsu73
Sajid sneri við í þeirri ferð, vegna veikinda, skammt frá toppi K2. Hinir héldu aftur á móti áfram upp á tindinn, og létu allir lífið á leið sinni niður af tindinum.
Sama ár hélt Sajid aftur upp á tind K2 til að leita að líki föður síns. Sú leit bar árangur, en hann gróf lík föður síns í snjónum einn síns liðs og fór með bænir yfir grafarreitnum.