Varði 500 dögum ein í helli

Hin spænska Beatrice Flamini er komin úr hellinum eftir 500 …
Hin spænska Beatrice Flamini er komin úr hellinum eftir 500 daga dvöl. AFP/Jorge Guerrero

Spænska ofuríþróttakonan Beatriz Flamini hefur lokið 500 daga vist sinni í helli. Dögunum 500 varði hún ein, án þess að vera í nokkrum samskiptum við aðrar manneskjur. 

Þegar Flamini fór inn í hellinn í Granada á Spáni var Rússland ekki búið að ráðast inn í Úkraínu og kórónuveirufaraldurinn geisaði.

Hellisvist Flamini var hluti af tilraun en vísindamenn fylgdust náið með henni allan tímann. 

„Ég er enn föst á 21. nóvember 2021. Ég veit ekkert um heiminn,“ sagði hin fimmtuga Flamini þegar hún kom út úr hellinum í gær.

Á meðan hún dvaldi í hellinum, sem er 70 metra djúpur, prjónaði hún húfur og teiknaði myndir. Hún las þar að auki 60 bækur og drakk þúsund lítra af vatni. 

Sálfræðingar, vísindamenn og hellafræðingar fylgdust náið með henni undanfarna 500 daga en höfðu engin samskipti við hana. Í myndupptöku frá spænskri sjónvarpsstöð sést Flamini koma skælbrosandi út úr hellinum og faðma svo teymið sitt. 

Flamini var 48 ára þegar hún hóf dvöl sína í …
Flamini var 48 ára þegar hún hóf dvöl sína í hellinum. AFP/Jorge Guerrero

Missti tímaskynið fljótt

„Ég er búin að þegja í eitt og hálft ár, ég hef ekki talað við neinn nema sjálfa mig,“ sagði Flamini. 

„Ég missi jafnvægið, þess vegna er haldið í mig. Ef þið leyfið ætla ég að skreppa í sturtu, ég er ekki búin að snerta vatn í eitt og hálft ár. Sjáumst fljótlega. Er það í lagi?“ sagði Flamini.

Hún sagðist hafa misst tímaskyni eftir um tvo mánuði. „Það kom augnablik þar sem ég þurfti að hætta að telja dagana,“ sagði hún og bætti við að hún telji sig hafa verið í hellinum í um 160-170 daga. 

Teymi hennar segir hana hafa slegið heimsmet yfir að hafa viljandi dvalið lengstan tíma í helli, en heimsmetabók Guinness hefur ekki getað staðfest það.  

Flamini hefur ekki farið í sturtu í 1,5 ár. Hún …
Flamini hefur ekki farið í sturtu í 1,5 ár. Hún sagðist ætla að drífa sig í sturtu skömmu eftir að hún klöngraðist upp úr hellinum. AFP/Jorge Guerrero
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert