Sextán létust og níu særðust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Eldurinn kviknaði um miðjan dag í gær á fjórðu hæð hússins í Al-Ras-hverfi borgarinnar.
Hverfið er í eldri hluta borgarinnar.
Fyrstu niðurstöður rannsóknar á tildrögum slysins benda til að brunavarnir hússins hafi verið lélegar og ekki í samræmi við reglugerðir.