Fjórir skotnir til bana í 16 ára afmælisveislu

Fjórir hið minnsta létust í skotárás í 16 ára afmælisveislu …
Fjórir hið minnsta létust í skotárás í 16 ára afmælisveislu í Alabama í Bandaríkjunum í gær. Mynd úr safni. Ljósmynd/Unsplash

Að minnsta kosti fjórir létust í skotárás í 16 ára afmælisveislu í Alabama-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Um 20 manns slösuðust.

Sjónvarpsstöðin WRBL greindi frá því snemma á sunnudagsmorgni að lögregla væri í umfangsmiklum aðgerðum í bygginginu í bænum Dadeville. Skotárásin varð um klukkan 22.30 að staðartíma í gærkvöldi.

„Nú þegar getum við staðfest að fjögur eru látin og fjöldi hefur særst,“ segir í tilkynningu frá lögreglu í Alabama.

Rannsókn málsins er á frumstigi en talið er að átök hafi leitt til skotárásarinnar í afmælinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert