Fyrsta löglega spilavítið opnar í Japan

Ríkisstjórn Japan hefur samþykkt að opna fyrsta löglega spilavítið í …
Ríkisstjórn Japan hefur samþykkt að opna fyrsta löglega spilavítið í landinu í borginni Osaka. AFP/Robyn Beck

Ríkisstjórn Japan hefur samþykkt að opna fyrsta löglega spilavítið í landinu í borginni Osaka. 

Borgarstjórnir Osaka og Nagasaki í vesturhluta Japan hafa lengi óskað eftir því fá leyfi til að byggja hótel með spilavíti, veitingastöðum og annarri afþreyingu. 

Tetsuo Saito, innviðaráðherra Japan, sagði blaðamönnum að leyfisveitingin hafi verið ákveðin í kjölfar athugunar þar sem sjónarhorn mismunandi hagsmunaaðila voru fengin. Spilavítið í Osaka mun opna fyrir lok árs 2029. 

Fumio Kishida forsætisráðherra sagði að ákvörðunin myndi hjálpa þróun svæðisins sem ákjósanlegan stað ferðamanna. 

Árið 2016 voru lög samþykkt í Japan sem auðvelduðu lögleiðingu spilavítanna. 

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar var haldinn vegna ákvörðuninnar.
Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar var haldinn vegna ákvörðuninnar. AFP/Jiji Press

Hafa áhyggjur af spilafíkn

Gagnrýnendur segja að ákvörðunin gæti leitt til þess að spilafíkn Japana muni versna í ljósi fjölda fólks sem nú þegar leita sér aðstoðar vegna fjár­hættu­spila á er­lend­um veðmálasíðum. 

Könnun leiddi í ljós að árið 2021 glímdu um 2,8 milljónir Japana við spilafíkn, eða um 2,2% þjóðarinnar. 

Fyrirtækin sem reka spilavítin þurfa þó að greina stjórnvöldum frá áætlunum sínum til að koma í veg fyrir spilafíkn viðskiptavina. 

Þeir sem nýta sér þjónustu spilavítisins í Osaka þurfa að greiða sex þúsund yen, eða um sex þúsund íslenskar krónur, fyrir hvern sólarhring sem þeir eru í spilavítinu. Hluti gjaldsins rennur til góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk með spilafíkn. 

Þá getur fjölskylda fólks beðið um að ættingja verði meinaður aðgangur að spilavítinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert