Lögreglan í Danmörku hefur látið flytja inn litla gröfu á svæðið sem er til rannsóknar í tengslum við hvarf hinnar 13 ára gömlu Filippu í bænum Kirkerup.
Ekkert hefur spurst til stúlkunnar sem hvarf við blaðaútburð í heimabæ sínum í gær.
Þetta kemur fram á vef TV2 en fréttaritari þeirra á staðnum myndaði gröfuna, sem var flutt inn á svæðið í bílakerru. Lögreglan tilkynnti í morgun að málið væri nú rannsakað sem sakamál.
Lögreglan hefur kallað til blaðamannafundar, klukkan 13 að íslenskum tíma. Deildi lögregla nýrri mynd af Filippu rétt í þessu þar sem sést hvernig hún var klædd þegar hún hvarf.
I forbindelse med eftersøgningen af den forsvundne Filippa, har vi nu fået det seneste billede af hende, som hun så ud, da hun forsvandt. #politidk pic.twitter.com/66DTG4Kiyn
— Sydsjællands og Lolland-Falsters Politi (@SSJ_LFPoliti) April 16, 2023