Lítil grafa flutt inn á rannsóknarsvæðið

Lögreglan hefur afgirt svæði sem er til rannsóknar. Lítil grafa …
Lögreglan hefur afgirt svæði sem er til rannsóknar. Lítil grafa var flutt inn á svæðið rétt í þessu. AFP

Lögreglan í Danmörku hefur látið flytja inn litla gröfu á svæðið sem er til rannsóknar í tengslum við hvarf hinnar 13 ára gömlu Filippu í bænum Kirkerup.

Ekkert hefur spurst til stúlkunnar sem hvarf við blaðaútburð í heimabæ sínum í gær. 

Þetta kemur fram á vef TV2 en fréttaritari þeirra á staðnum myndaði gröfuna, sem var flutt inn á svæðið í bílakerru. Lögreglan tilkynnti í morgun að málið væri nú rannsakað sem sakamál.

Lögreglan hefur kallað til blaðamannafundar, klukkan 13 að íslenskum tíma. Deildi lögregla nýrri mynd af Filippu rétt í þessu þar sem sést hvernig hún var klædd þegar hún hvarf.

Mikill viðbúnaður er á staðnum.
Mikill viðbúnaður er á staðnum. AFP/Claus Bech
Lögregla hefur afgirt svæði í kringum hús.
Lögregla hefur afgirt svæði í kringum hús. AFP/Claus Bech
AFP/Claus Bech
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert