Hiti mældist yfir 45 gráðum í Taílandi í dag, en hiti hefur aldrei mælst svo hár í apríl, þar í landi.
Mikil hitabylgja herjar á fjölda landa í Suðaustur-Asíu nú um mundir, en hiti hefur til að mynda náð 42.2 gráðum í Túrkmenistan.
Thailand 🇹🇭 just measured over 45°C for the first time on record. A new national heat record has been set.
— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 15, 2023
A brutal heatwave tightens its grip across more than a dozen countries in Asia.
[THREAD] pic.twitter.com/I1Ej3lOEMg
Á Indlandi upplifir fólk einnig methátt hitastig í ár og býr sig undir gríðarlega mikinn hita í sumar samkvæmt vef DW. Fólk þar hefur áður upplifað hættulega hátt hitastig, en hitabylgja herjaði á landið í fyrra og 2019. Loftlagsfræðingar óttast að hitinn ásamt rakastiginu í landinu geti haft í för með sér að það verði nánast ólíft í landinu í ár.