Yfir 45 gráður í Taílandi

Hiti hefur náð 45 gráðum í Taílandi. Hiti hefur aldrei …
Hiti hefur náð 45 gráðum í Taílandi. Hiti hefur aldrei mælst svo hár í apríl. AFP

Hiti mældist yfir 45 gráðum í Taílandi í dag, en hiti hefur aldrei mælst svo hár í apríl, þar í landi. 

Mikil hitabylgja herjar á fjölda landa í Suðaustur-Asíu nú um mundir, en hiti hefur til að mynda náð 42.2 gráðum í Túrkmenistan.

Á Indlandi upplifir fólk einnig methátt hitastig í ár og býr sig undir gríðarlega mikinn hita í sumar samkvæmt vef DW. Fólk þar hefur áður upplifað hættulega hátt hitastig, en hitabylgja herjaði á landið í fyrra og 2019. Loftlagsfræðingar óttast að hitinn ásamt rakastiginu í landinu geti haft í för með sér að það verði nánast ólíft í landinu í ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert