Bróðir afmælisbarnsins á meðal hinna látnu

Ung fótboltastjarna er ein fjögurra fórnarlamba skotárásar í 16 ára …
Ung fótboltastjarna er ein fjögurra fórnarlamba skotárásar í 16 ára af­mæl­is­veislu í Ala­bama í Banda­ríkj­un­um á laugardagskvöld. AFP/Megan Varner/Getty Images North America

Ung fót­bolta­stjarna er ein fjög­urra fórn­ar­lamba skotárás­ar í 16 ára af­mæl­is­veislu í Ala­bama í Banda­ríkj­un­um á laug­ar­dags­kvöld. Philsta­vi­ous Dowdell var bróðir Al­ex­ei Dowdell sem var að halda upp á af­mælið sitt.

Að minnsta kosti 28 særðust, sum­ir al­var­lega, er maður hleypti af skot­um klukk­an hálf ell­efu í dans­stúd­íó í borg­inni Dadeville þar sem af­mæl­is­veisl­an var hald­in. Um þrjú þúsund manns búa í borg­inni. 

Dansstúdíóið þar sem skotárásin varð.
Dans­stúd­íóið þar sem skotárás­in varð. AFP/​Meg­an Varner/​Getty Ima­ges North America

Lög­regla hef­ur ekki gefið upp hvort ein­hver hafi verið hand­tek­inn vegna máls­ins en prest­ur í borg­inni tjáði BBC að bys­sumaður­inn væri enn laus og hvatti hann til að gefa sig fram. 

Móðir systkin­anna skot­inn tvisvar

Dowdell er fyrsta fórn­ar­lamb árás­ar­inn­ar til að vera nafn­greint en líkt og áður sagði var hann bróðir af­mæl­is­barns­ins.

Dowdell átti að út­skrif­ast úr mennta­skóla í vor og hefja nám í Jackson­ville rík­is­háskól­an­um þar sem hann hafði fengið fót­bolta­styrk. 

Mont­gomery Advertiser grein­ir frá því að móðir systkin­anna hafi verið skot­in tvisvar en hún sé á bata­vegi. 

Minningarathöfn í Dadeville þar sem um þrjú þúsund manns búa.
Minn­ing­ar­at­höfn í Dadeville þar sem um þrjú þúsund manns búa. AFP/​Meg­an Varner/​Getty Ima­ges North America

Annette Allen, amma Dowdell, sagði að barna­barnið sitt hafi verið hóg­vær dreng­ur sem var alltaf bros­andi. 

Hún lýsti ringul­reiðinni sem varð eft­ir skotárás­ina er for­eldr­ar vildu vita hvort börn þeirra hefðu særst. 

Fleiri en 160 fjöldaskotárásir hafa orðið í Bandaríkjunum það sem …
Fleiri en 160 fjölda­skotárás­ir hafa orðið í Banda­ríkj­un­um það sem af er ári. AFP/​Meg­an Varner/​Getty Ima­ges North America

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti gaf út yf­ir­lýs­ingu í gær­morg­un þar sem hann kallaði eft­ir hert­ari byssu­lög­gjöf. 

Fleiri en 160 fjölda­skotárás­ir hafa orðið í Banda­ríkj­un­um það sem af er ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert