Ellefu létust úr hitaslagi á verðlaunahátíð

Þúsundir manna voru viðstaddir til að heiðra aðgerðarsinnann Dattatreya Narayan …
Þúsundir manna voru viðstaddir til að heiðra aðgerðarsinnann Dattatreya Narayan Dharmadhikari. AFP

Ellefu létust úr hitaslagi á verðlaunahátíð í Maharashtra-ríki á Indlandi. Þá var fjöldi fluttur á sjúkrahús. 

BBC greinir frá því að hátíðin, sem var haldin úti, hafi staðið yfir í sjö klukkustundir í gær. 

Þúsundir manna voru viðstaddir til að heiðra aðgerðarsinnann Dattatreya Narayan Dharmadhikari.

Margir kvörtuðu undan ofþornun og öðrum hitatengdum kvillum eftir hátíðina. 

Viðburðurinn var haldinn í borginni Navi Mumbai og mældist 38 stiga hiti þar í gær. 

Margir kvörtuðu undan ofþornun og öðrum hitatengdum kvillum eftir hátíðina.
Margir kvörtuðu undan ofþornun og öðrum hitatengdum kvillum eftir hátíðina. AFP

Viðburðarhaldarar sögðu að boðið hafi verið upp á vatn og bása þar sem fólk gat leitað sér aðstoðar. Gagnrýnendur sögðu viðburðinn hins vegar hafa verið illa skipulagðan og að það hefði ekki átt að halda hann á þessum tíma árs, en apríl er einn heitasti mánuður Indlands. 

Eknath Shinde, ríkisstjóri Maharashtra, sagði atburðinn „óvæntan og sársaukafullan“ og að fjölskyldur hinna látnu myndu fá 500 þúsund rúpíur í skaðabætur, eða um 800 þúsund íslenskar krónur. Þá myndu þeir sem urðu að leita sér læknisaðstoðar eftir viðburðinn fá lækniskostnað endurgreiddan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert