Hátt í 100 manns látnir

00:00
00:00

Að minnsta kosti 97 eru látn­ir vegna átak­anna í Súd­an og heyr­ast nú spreng­ing­ar víða í höfuðborg­inni Kart­úm. 

Átök­in standa milli Súd­ans­hers og upp­reisn­ar­hers þar í landi en þau brut­ust út á laug­ar­dags­morg­un. 

Sam­tök lækna greindu frá því í morg­un að hátt í 100 manns væru látn­ir vegna átak­anna og að fjöldi væri særður. Þá er gert ráð fyr­ir að marg­ir kom­ist ekki á sjúkra­hús vegna átak­anna. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in greindi frá því að blóð, tæki og aðrar lífs­nauðsyn­leg­ar vist­ir vantaði á „nokk­ur“ af níu sjúkra­hús­um Kart­úm. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert