Myndskeið: Sýna frá undirbúningi handtökunnar

Lögregla hefur unnið dag og nótt við rannsókn málsins.
Lögregla hefur unnið dag og nótt við rannsókn málsins. AFP/Claus Bech

Rúmlega þrítugur karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í Korsør í Danmörku í gær, grunaður um að hafa numið hina 13 ára Filippu á brott, frels­is­svipt og nauðgað.

Filippa hvarf við blaðaút­b­urð í bæn­um Kirkerup um helg­ina en maðurinn var handtekinn á heimili sínu um miðjan dag í gær. Filippa fannst á lífi á heimili mannsins.

Lögreglan notaði bæði leitarhunda og dróna í aðgerðunum en 112news.dk hefur birt myndskeið af undirbúningi handtökunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert