Pútín heimsótti Kerson og Lúgansk

Skjáskot úr myndbandi Rússa sem sýnir þegar Pútin heimsótti héraðið …
Skjáskot úr myndbandi Rússa sem sýnir þegar Pútin heimsótti héraðið Kerson. AFP

Vladimír Pútín heimsótti úkraínsku héruðin Kerson og Lúgansk þar sem hann fundaði með hershöfðingjum.

Rússnesk stjórnvöld greindu frá þessu en sögðu ekki hvenær Rússlandsforsetinn heimsótti héruðin.

Pútín í Lúgansk-héraði.
Pútín í Lúgansk-héraði. AFP

Þetta var í fyrsta sinn sem Pútín heimsótti þessi tvö héruð, sem hafa að hluta til verið undir stjórn rússneskra hersveita eftir að Rússar innlimuðu þau ásamt tveimur öðrum úkraínskum héruðum í september síðastliðnum.

„Það er mikilvægt fyrir mig að heyra ykkar skoðanir um stöðu mála, að hlusta á ykkur og skiptast á upplýsingum,” sagði Pútín í myndbandi sem Kreml birti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert