Skotin til bana í rangri innkeyrslu

Lögreglubíll í New York.
Lögreglubíll í New York. AFP/Spencer Platt

65 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð í bandaríska ríkinu New York. Hann er sakaður um að hafa skotið til bana tvítuga konu, Kaylin Gillis, sem var farþegi bíls sem var ekið fyrir mistök upp að húsi mannsins.

Fjórir voru í bílnum og voru þeir að leita að húsi þar sem vinur þeirra bjó.

„Þegar þau voru að yfirgefa staðinn eftir að hafa fundið út að þetta var vitlaust hús kom hann út á stétt af einhverri ástæðu og skaut tveimur skotum og hæfði annað þeirra farartækið þar sem Kaylin var farþegi,” sagði Jeffrey Murphy, lögreglustjóri í Washington-sýslu, þar sem árásin var gerð.

Svart­ur ung­lings­pilt­ur var skot­inn við úti­dyr húss í borginni Kans­as í Mis­souri-ríki í Banda­ríkj­un­um eft­ir að hafa farið húsa­villt í lok síðustu viku. Mót­mæli brut­ust út í borg­inni um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert