Flugvél austurísks flugfélags, sem var á leið frá Vín til New York, var snúið við eftir tveggja tíma flug vegna þess að fimm af átta salernum vélarinnar stífluðust.
Um 300 farþegar voru um borð Boeing 777 vélarinnar á mánudag er vélinni var snúið við.
Talskona flugfélagsins sagði við AFP-fréttaveitunni að ekki hafi verið hægt að sturta niður vegna tæknilegra vandamála.
Þá sagði hún að vandamálið hefði ekki gerst áður og að búið væri að laga salernin.