Úkraínumenn hafa tekið á móti nýjum loftvarnakerfum af tegundinni Patriot. Kerfin eru á meðal þeirra háþróuðustu frá Bandaríkjunum, að sögn varnarmálaráðherra Úkraínu.
„Í dag verður fallegi himininn okkar yfir Úkraínu öruggari vegna þess að Patriot-loftvarnakerfin eru komin til Úkraínu,” sagði Oleskí Reznikov varnarmálaráðherra á Twitter.