Banna transkonum að keppa í skólaíþróttum kvenna

Flutningsmaður frumvarpsins er Repúblikaninn Greg Steube frá Flórída,
Flutningsmaður frumvarpsins er Repúblikaninn Greg Steube frá Flórída, Chip Somodevilla/Getty Images Norður Ameríka/ AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem er undir stjórn Repúblikana, samþykkti í dag að banna transkonum að keppa í skólaíþróttum kvenna.

Ólíklegt er að frumvarpið verði samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar hafa meirihluta. Joe Biden forseti hefur sagt að hann muni beita neitunarvaldi á frumvarpið ef þörf krefur.

Alþjóðasund­sam­bandið ákvað í júní í fyrra að transkon­ur sem undirgengust kynleiðréttingu fyrir kynþroska­skeið megi ekki keppa í kvenna­flokki. Málið var umdeilt og vakti meðal annars hörð viðbrögð á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert