Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem er undir stjórn Repúblikana, samþykkti í dag að banna transkonum að keppa í skólaíþróttum kvenna.
Ólíklegt er að frumvarpið verði samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar hafa meirihluta. Joe Biden forseti hefur sagt að hann muni beita neitunarvaldi á frumvarpið ef þörf krefur.
BREAKING: The U.S. House just passed my legislation to Save Women’s Sports!
— Congressman Greg Steube (@RepGregSteube) April 20, 2023
Whether it's on the field, court, track, or in the pool: House Republicans have shown today that we stand on the side of equality and fairness for female athletes.https://t.co/BCPaoci65a pic.twitter.com/u2uYgzr2QU
Alþjóðasundsambandið ákvað í júní í fyrra að transkonur sem undirgengust kynleiðréttingu fyrir kynþroskaskeið megi ekki keppa í kvennaflokki. Málið var umdeilt og vakti meðal annars hörð viðbrögð á Íslandi.