Geimflaug Musk og SpaceX sprakk í háloftunum

Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtæksins Space X gekk vel þrátt fyrir að …
Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtæksins Space X gekk vel þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum. AFP/Patrick T. Fallon

Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtækisins Space X gekk vel þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum.

Um var að ræða til­rauna­skot nýrr­ar geim­flaug­ar, þeirr­ar stærstu sem smíðuð hef­ur verið, sem hönnuð er til að ferja geim­fara til tungls­ins, reiki­stjörn­unn­ar Mars og jafn­vel enn fjær jörðu.

Tilraunaskotið átti að fara fram á mánudag en var frestað vegna þrýst­ings­vanda á fyrsta stigi geim­skots­ins.

Flaugin tók á loft á réttum tíma, klukkan 13.35 að íslenskum tíma og án þess að skemmdir yrðu á eldflaugarpallinum. Flugtakið var frekar hægt og það virtist vera sem nokkrir hreyflar hefðu ekki virkað sem skyldi.

Geimflaugin „Starship“ er í tveimur hlutum sem áttu að aðskiljast en á því lykilaugnabliki fór eitthvað úrskeiðis og flaugin varð stjórnlaus og sprakk að lokum. Mögulega hefur vandamálið gert að verkum að tölvukerfi flaugarinnar hafi sett af stað sjálfeyðileggingarferli.

Forsvarmenn Space X eru himinlifandi með tilraunaskotið, sem eyðilagði ekki eldflaugapallinn, kom flauginni á loft og aflaði þeim mikils magns upplýsinga. Geimtæknifyrirtækið hefur aðra flaug nærri tilbúna nú þegar og getur beturbætt hana talsvert á grundvelli upplýsinga frá skotinu í dag.

Elon Musk, eigandi Space X, óskaði Space X - liðinu til hamingju með spennandi tilraunaskot og sagði lærdóminn mikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert