Þrír létu lífið og fjögurra er saknað eftir sprengingu í kolanámu í bænum Cucunubá í Kólumbíu í dag. Sprengingin átti sér stað klukkan eitt um nótt að staðartíma.
Yfirvöld rannsaka nú hvað olli sprengingunni.
Unnið er að því að finna þá fjóra sem saknað er, en ekki eru taldar miklar líkur á að þeir finnist á lífi.
Slys í námum í Kólumbíu eru tíð, sérstaklega í ólöglegum námum.