Dominic Raab, varaforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti, innan við sólarhring eftir að skýrsla var birt í tengslum við ásakanir á hendur honum um að hann hafi komið illa fram við aðra opinbera starfsmenn.
Raab, sem hættir einnig sem dómsmálaráðherra Bretlands, sagðist í yfirlýsingu vísa á bug öllum nema tveimur ásökunum á hendur honum.
Hann sagði einnig að með afsögninni ætti hann auðveldara með að takast á við niðurstöður skýrslunnar.
Raab var meðal annars sakaður um að hafa lagt undirmenn sína í einelti.