Hæstiréttur hnekkir banni við þungunarrofslyfi

Mótmælt fyrir utan Hæstarétt í síðustu viku.
Mótmælt fyrir utan Hæstarétt í síðustu viku. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Hæstiréttur Bandaríkjanna klofnaði í dag þegar hann veitti tímabundið aðgengi að útbreidda þungunarrofslyfinu mifeprist­one og sneri þannig við ákvörðun áfrýjunardómstóls um bann á notkun á lyfinu.

Tveir íhaldssamir dómarar voru ósammála ákvörðuninni af fullskipuðum níu manna hæstarétti. Íhaldsmenn í Hæstarétti Bandaríkjanna eru sex á móti þremur frjálslyndum.

Þrettán ríki bannað þungunarrof

Héraðsdómstóll í Texas bannaði lyfið, sem var þó samþykkt af matvæla- og lyfjaeftirlitinu árið 2000.

Þrettán ríki Bandaríkjanna hafa síðasta ár bannað þungunarrof og réttur til þungunarrofs hefur verið takmarkaður verulega í öðrum.

Kannanir sýna að greinilegur meirihluti Bandaríkjamanna styður áframhaldandi aðgang að öruggu þungunarrofi á meðan íhaldssamir hópar þrýsta á um að takmarka þau eða banna alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert