Hvað gerðist í tilraunaskotinu?

Þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum gekk tilraunaskotið …
Þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum gekk tilraunaskotið vel. AFP/Patrick T. Fallon

Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtækisins Space X gekk vel í gær þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum.

Jonathan Amon, fréttamaður BBC, fer yfir það í meðfylgjandi myndskeiði hvað raunverulega gerðist, enda margir eflaust undrandi á því hvers vegna skotinu var fagnað þrátt fyrir sprenginguna. 

Um var að ræða tilraunaskot nýrrar geimflaugar, þeirrar stærstu sem smíðuð hefur verið, sem hönnuð er til að ferja geimfara til tunglsins, reikistjörnunnar Mars og jafnvel enn fjær jörðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert