Lögreglan í Toronto rannsakar nú umfangsmikinn þjófnað á gulli og öðrum verðmætum.
Þau voru flutt til landsins á mánudagskvöld og sett í öruggt geymslurými sem reyndist síðar ekki nægilega öruggt en stuttu eftir að þeim var komið fyrir var hvarf þeirra tilkynnt. Heildarverðmætið nemur um um 15 milljónum dala, eða sem samsvarar um 2,3 milljörðum króna.
Miðlar í Toronto hafa greint frá því að þjófarnir hafi stolið meira en einu og hálfu tonni af gulli.
Lítið er vitað um þjófnaðinn sjálfan en lögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig atburðarás ránsins var eða hverjir liggja undir grun. Allir möguleikar séu þó til skoðunar og þá sérstaklega tengsl við skipulagða glæpastarfsemi á svæðinu.