Barn með skotsár skilið eftir við slökkvistöð

Ekki er vitað um líðan barnsins. Mynd úr safni.
Ekki er vitað um líðan barnsins. Mynd úr safni. Ljósmynd/Circe Denyer

Ungt barn var flutt á sjúkrahús í lífshættu eftir að hafa verið skilið eftir með skotsár við slökkvistöð í Washington-ríki í Bandaríkjunum í gærmorgun.

Lögreglunni í Tukwila bárust nokkur símtöl frá Allentown-hverfinu þar sem kona heyrðist öskra í símann. Frá þessu greinir fréttastofa ABC.

Ekki tekist að bera kennsl á barnið

Lögreglan fór í kjölfarið í nágrenni slökkvistöðvarinnar og kom þar auga á barnið sem hafði verið skilið eftir og einstakling keyra í burtu á bíl. Ekki hefur tekist að bera kennsl á barnið.

„Ekki er vitað um líðan fórnarlambsins á þessari stundu,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni síðdegis í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert