Ferðamaðurinn fannst látinn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP/Jonathan Nackstrand

Ferðamaðurinn sem leitað var á Kvaløya í Nor­egi eftir að hafa lent í snjóflóði fannst látinn. 

Frá þessu greinir VG

Útkall barst viðbragðsaðilum á svæðinu klukkan 16.17 að staðartíma og hafði verið leitað síðan en slæm veðurskilyrði voru á fjallasvæðinu. 

Ferðamaðurinn var Bandaríkjamaður á þrítugsaldri og ætlaði sér að ganga á fjall með tveimur félögum sínum þegar flóðið, sem var um 300 metrar að dýpt, féll og hrifsaði hann með. 

Greint er frá því að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á staðnum en búið sé að láta ættingja hans vita. Þá hafi kærasta mannsins beðið í bíl ferðalanganna eftir að félagarnir kláruðu gönguna. 

Lögreglan í Tromsö greindi frá andlátinu á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert