Ferðamanns er nú leitað eftir að snjóflóð féll í Kvaløya í Noregi. Ferðamaðurinn hafði verið í göngu með tveimur félögum sínum en orðið viðskila eftir að hafa verið hrifsaður á brott með flóðinu.
Útkall vegna málsins barst viðbragðsaðilum klukkan 16.17 að staðartíma en flóðið er sagt hafa fallið klukkan 14.15.
Erfiðar aðstæður eru á svæðinu en nauðsynlegt er fyrir viðbragðsaðila að skoða svæðið úr lofti, Veður flækir málið en ekki eru góðar aðstæður til flugs. Þá er erfitt að fara upp fjallshlíðina á öðrum tækjum þar sem svæðið er mjög bratt og illfært. Þessu greinir VG frá.