Ók óvart inn í mannfjöldann

Hátíðin er vinsæl meðal fjölskyldna.
Hátíðin er vinsæl meðal fjölskyldna. AFP

Ellefu manns slösuðust, þar af fjórir alvarlega, eftir að bíll ók inn í mannfjölda á alþjóðlegri flugdrekahátíð í norðurhluta Frakklands í gær.

76 ára gamall fatlaður maður olli slysinu. Yfirvöld hafa greint frá því að hann hafi ruglast á bensíngjöfinni og bremsunni. 

Atvikið átti sér stað snemma kvölds í gær í bænum Berck-sur-Mer.

Fjögurra ára í áfalli

Fjórar konur eru í lífshættu eftir slysið, tvær þeirra eru lífeyrisþegar, 75 og 82 ára gamlar. Ökumaðurinn slasaðist lítillega.

Meðal þeirra sem slösuðust var fjögurra ára stúlka sem varð fyrir áfalli eftir að hafa orðið vitni að slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert