Þrír létu lífið í Þýskalandi eftir að lest ók á bíl snemma í morgun. Bíllinn virðist hafa ekið á inn á lestarteinana þó að hlið sem á að koma í veg fyrir slíkt hafi verið lokað.
Atvikið átti sér stað rétt fyrir utan borgina Hannover.
Fréttastofa ABC greinir frá.
22 ára gamall ökumaður bílsins lést ásamt tveimur konum sem voru farþegar hans, þær voru 21 og 22 ára gamlar. Um borð í lestinni voru 38 farþegar og fjórir starfsmenn. Einn slasaðist lítillega.