Grátglíma japanskra smábarna var nú haldin á ný í Tókýó á laugardag og tóku tugir barna þátt. Glíman er talin bera börnunum góða heilsu.
Hugmyndin er einföld, tvö börn keppa á móti hvort öðru, klædd súmósvuntum og eru hrædd af fólki sem ber djöflagrímur. Barnið sem fer fyrst að gráta er sigurvegari viðureignarinnar.
64 börn tóku þátt í grátglímunni í Tókýó en viðburðurinn, sem hefur ekki verið haldin í fjögur ár, fer fram víða um Japan.
Myndband af keppninni í Tókýó má sjá hér að ofan.