Níu særðust í skotárás í eftirpartíi

Myndin er frá Alabama-ríki þar sem fjórir voru skotnir til …
Myndin er frá Alabama-ríki þar sem fjórir voru skotnir til bana í afmælisveislu í síðustu viku. AFP/Megan Varner

Níu ungmenni slösuðust er skotum var hleypt af í eftirpartíi skólaballs í Texas í Bandaríkjunum. 

ABC News greinir frá því að enginn sé í lífshættu en atburðinn átti sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Jasper. 

Í yfirlýsingu lögreglu sagði að verið væri að rannsaka skotárásina og ræða við vitni og hina grunuðu. 

Talið er að um 250 manns hafi verið á heimilinu þar sem partíið var haldið. 

Önnur skotárás varð sömu nótt í Jasper og er lögregla að rannsaka möguleg tengsl þar á milli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert