Sértrúarsöfnuður svelti sig til að hitta Jesú

51 lík hafa fundist í Shakahola-skóginum.
51 lík hafa fundist í Shakahola-skóginum. AFP/Yasuyoshi Chiba

Lögreglan í Kenýa hefur fundið lík 51 einstaklings sem tilheyrðu sértrúarsöfnuði. Talið er að þeir hafi dáið úr hungri. 

Rannsókn lögreglu hófst í síðustu viku í skóglendi nærri borginni Malindi og er vonast eftir að einhverjir liðsmenn finnist enn á lífi. 

Leiðtogi sértrúarsafnaðarins Good News International Church á að hafa tjáð fylgjendum sínum að þeir myndu hitta Jesú ef þeir sveltu sig. 

Föt sem fundust í skóginum.
Föt sem fundust í skóginum. AFP/ Yasuyoshi Chiba

112 saknað 

Lögregla fann líkin grafinn grunnt á um 325 hektara svæði og hefur líkfundurinn fengið nafnið fjöldamorðin í Shakahola-skógi. 

Lögregla telur að nokkrir liðsmenn sértrúarsafnaðarins séu enn í felum í skóginum og þurfi á brýnni aðstoð að halda. Nú þegar hefur nokkrum verið bjargað. 

Samkvæmt Rauða krossi Kenýa eru 112 einstaklinga saknað. 

Makenzie Nthenge, leiðtogi Good News International Church, gaf sig fram við lögreglu í mars eftir að tvö börn dóu úr hungri. Í kjölfarið var hann látinn laus gegn tryggingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert