Sértrúarsöfnuður svelti sig til að hitta Jesú

51 lík hafa fundist í Shakahola-skóginum.
51 lík hafa fundist í Shakahola-skóginum. AFP/Yasuyoshi Chiba

Lög­regl­an í Kenýa hef­ur fundið lík 51 ein­stak­lings sem til­heyrðu sér­trú­ar­söfnuði. Talið er að þeir hafi dáið úr hungri. 

Rann­sókn lög­reglu hófst í síðustu viku í skóg­lendi nærri borg­inni Malindi og er von­ast eft­ir að ein­hverj­ir liðsmenn finn­ist enn á lífi. 

Leiðtogi sér­trú­arsafnaðar­ins Good News In­ternati­onal Church á að hafa tjáð fylgj­end­um sín­um að þeir myndu hitta Jesú ef þeir sveltu sig. 

Föt sem fundust í skóginum.
Föt sem fund­ust í skóg­in­um. AFP/ Ya­suyos­hi Chiba

112 saknað 

Lög­regla fann lík­in graf­inn grunnt á um 325 hekt­ara svæði og hef­ur lík­fund­ur­inn fengið nafnið fjölda­morðin í Shaka­hola-skógi. 

Lög­regla tel­ur að nokkr­ir liðsmenn sér­trú­arsafnaðar­ins séu enn í fel­um í skóg­in­um og þurfi á brýnni aðstoð að halda. Nú þegar hef­ur nokkr­um verið bjargað. 

Sam­kvæmt Rauða krossi Kenýa eru 112 ein­stak­linga saknað. 

Makenzie Nt­henge, leiðtogi Good News In­ternati­onal Church, gaf sig fram við lög­reglu í mars eft­ir að tvö börn dóu úr hungri. Í kjöl­farið var hann lát­inn laus gegn trygg­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert